Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Kirkjan alltaf verið stór partur af lífi mínu
Marta Eiríksdóttir
Marta Eiríksdóttir skrifar
sunnudaginn 15. mars 2020 kl. 07:42

Kirkjan alltaf verið stór partur af lífi mínu

„Ég er trúuð og hef verið það frá því að ég var lítið barn, var í kirkjuskólanum hjá Katrínu Júlíu og fannst gaman að syngja þar og dansa. Með fermingunni er ég að staðfesta skírnina. Ég er í unglingastarfinu hér í Sandgerði og það er mjög gaman. Í kirkjustarfinu hef ég oft farið í Vatnaskóg sem er mjög gaman. Kirkjan hefur alltaf verið stór partur af lífi mínu. Það er gott að koma hingað og hér líður mér vel,“ segir Sandgerðingurinn Berglind Ósk Lindbergsdóttir.

„Ég er alveg rosalega spennt fyrir fermingardeginum mínum. Fermingarfræðslan hefur aukið tengingu mína við Jesú, sérstaklega þegar ég er hér í Sandgerðiskirkju. Það er mikið að læra fyrir ferminguna, ég er ennþá að læra allt. Í fermingarveislunni minni verða 150 gestir, þetta er svo stór ætt. Konurnar, mamma mín og amma, frænkur mínar og vinkonur mömmu ætla allar að hjálpast að við að baka fyrir veisluna. Ég verð í hvítum kjól sem er með hringskornu pilsi en frænka mín ætlar að sauma buxur undir kjólinn. Svo verð ég í hvítum Nike-skóm. Frænka mín ætlar að gera eitthvað fallegt við hárið mitt, setja glimmer eða eitthvað í það en ég ætla að mála mig sjálf í framan. Svo ætla ég að fara í neglur, ekkert annað. Það hafa verið fundir um ferminguna með frænku og ömmu þar sem við erum að ræða hvernig allt á að vera í veislunni. Á kökuborðinu verða gamlir skór af mér sem borðskraut til dæmis en ég er fyrsta barnið í allri móðurfjölskyldunni sem fermist.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024