Vogar Fjölskyldudagar
Vogar Fjölskyldudagar

Mannlíf

Kippa af Pepsi Max klikkar ekki
Eyþór S. Rúnarsson.
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
laugardaginn 3. ágúst 2019 kl. 11:22

Kippa af Pepsi Max klikkar ekki

Eyþór S. Rúnarsson er ósköp einfaldur 25 ára háskólanemi og faðir. Hann er uppalinn á Suðurnesjunum en er búsettur í Danmörku þar sem hann stundar nám. 

Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?
„Ég ætla verja helginni í faðmi fjölskyldunnar í Danmörku þar sem ég bý.“

Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin þín?
„Eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin er Þjóðhátíð 2013.“

Hvað finnst þér mikilvægast að hafa um Verslunarmannahelgina?
„Mér finnst fyrst og fremst algjört möst að vera umkringdur skemmtilegu fólki yfir Verslunarmannahelgina. Ég fer heldur ekki í gegnum þessa helgi án þess að hafa svartan Doritos poka, kassagítar og kippu af Pepsi Max.“

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs