Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Karl Orgeltríó og Una Stef koma fram í bókasafninu Sandgerði
Mánudagur 20. september 2021 kl. 20:04

Karl Orgeltríó og Una Stef koma fram í bókasafninu Sandgerði

Fimmtudagskvöldið 23. september býður Jazzfjelag Suðurnesjabæjar upp á tónleika í bókasafni Suðurnesjabæjar, Sandgerði, í samstarfi við Tónaland.

Karl Orgeltríó er skipað þeim Karli Olgeirssyni, Ásgeiri Ásgeirssyni og Ólafi Hólm og hefur starfað síðan 2013 og var stofnað utan um Hammond-orgel Karls frá 1958. Ólafur Hólm og Ásgeir Ásgeirsson hafa komið víða við síðan þeir hófu að stíga sinn dans við tónlistargyðjuna í lok níunda áratugarins og ber tónlist tríósins þess merki. Þótt leiðarljós djassins lýsi leiðina þá er ótvíræðra popp og sálaráhrifa að gæta. Tríóið hefur unnið með fjölda söngvara og gert plötu með Ragga Bjarna. Með þeim að þessu sinni er Una Stef sem hefur verið að gefa út lög og plötur síðan 2014 og sanka að sér verðlaunum og lofi gagnrýnenda og tónlistarunnenda. Hún kom fram á Jazzhátíð Reykjavíkur fyrr í mánuðinum með föður sínum, Stefáni S. Stefánssyni. Það er því sönn gleði Karls Orgeltríós og Unu Stef að fá að koma og leika tónlist í Suðurnesjabæ og munu bæði djass- og poppslagarar fá að hljóma í útsetningum þeirra.

Tónleikarnir hefjast kl. 20. Ókeypis aðgangur.
Panta þarf miða með því að senda tölvupóst á [email protected] og gefa upp nöfn allra gesta, kennitölu og símanúmer.
Munum að gæta að sóttvörnum.

Public deli
Public deli