Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

K100 í beinni frá Reykjanesi
Miðvikudagur 27. maí 2020 kl. 15:14

K100 í beinni frá Reykjanesi

Útvarpsstöðin K100 ætlar að kynnast landinu betur í maí og júní og kynna þá stórkostlegu staði sem eru í boði fyrir landsmenn innanlands í sumar. Næsti áfangastaður stöðvarinnar verður Reykjanesbær þaðan sem dagskrá stöðvarinnar verður send út í beinni útsendingu fyrir utan Hljómahöllina föstudaginn 29. maí.

Morgunþáttur stöðvarinnar, Ísland vaknar, með þau Ásgeir Pál, Jón Axel og Kristínu Sif hefst stundvíslega kl. 6 að morgni. Auðun Georg miðlar fréttum frá því helsta sem er að gerast í sveitarfélaginu og Síðdegisþáttur K100 með þeim Loga Bergmann og Sigga Gunnars fjallar um fjölbreytt mannlíf og það sem gerir Reykjanes að áhugaverðum stað til að heimsækja, starfa og búa.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Útsending úr hjólhýsi

„Við byrjuðum á þessu í fyrrasumar, að setja fókusinn á ákveðin svæði á landinu og kynna hvað hægt sé að gera þar. Það gekk svo vel að í kjölfarið ákváðum við í haust að næsta sumar skyldum við gera enn betur og ferðast til þessara staða sjálf og senda þaðan út,“ segir Sigurður Gunnarsson, dagskrár- og tónlistarstjóri K100Munu stjórnendur útvarpsþáttanna Ísland vaknar og Síðdegisþáttarins gerast ferðamenn í eigin landi, hengja hjólhýsið aftan í bílinn á föstudögum og ferðast um landið með hlustendum.

Skipulagt fyrir faraldur
„Þetta verður mjög skemmtilegt verkefni,“ segir Sigurður Gunnarsson, dagskrárstjóri K100. „Við hlökkum til að skella útsendingar-hjólhýsinu okkar á kúluna og halda af stað. Við ætlum að kynnast skemmtilegu fólki sem er að gera spennandi hluti í ferðaþjónustu,“ segir hann og bætir við að verkefnið hafi verið skipulagt löngu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. „Það hittir þó vel á að við séum að fara í svona veglegt verkefni til þess að kynna ferðaþjónustuna hér á Íslandi, oft var þörf en nú er nauðsyn.