Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Jón sterki styrkir Þrótt Vogum
Sandra Helgadóttir, rekstraraðili veitingastaðarins Jóns sterka, með keppnistreyju Þróttar í Vogum.
Fimmtudagur 21. mars 2019 kl. 07:00

Jón sterki styrkir Þrótt Vogum

-Menningarmiðstöð Vogamanna slær í gegn

Veitingastaðurinn Jón Sterki í Vogum flutti sig um set í lok árs 2018 og er nú orðin hálfgerð menningarmiðstöð fyrir Vogabúa og aðra. Boltinn í beinni, félagsvist er spiluð annað hvert sunnudagskvöld, sönghópurinn Uppsigling mætir einu sinni í mánuði og syngur með Vogabúum, barnaafmæli og svo mætti lengi telja.

„Bæjarbúar hafa tekið okkur vel og við tökum á móti öllum, sem vilja líta inn til okkar, opnum örmum,“ segir Sandra Helgadóttir rekstraraðili staðarins í frétt frá knattspyrnudeild Þróttar. „Þetta er fyrst og fremst samverustaður og við viljum auðvitað að öllum líði vel hjá okkur,“ segir Sandra í fréttinni.

Public deli
Public deli

„Jón Sterki ætlar að hjálpa okkur við að bæta umgjörðina í kringum meistaraflokkinn og einnig fá yngri flokkar félagsins sérkjör þegar verið er að halda félagslega hittinga,“ segir Haukur Harðarson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar Vogum.

„Þróttarar hafa staðið sig vel síðustu árin og mig langar að leggja mitt að mörkum, sýna stuðning. Ég sat í stjórn félagsins á sínum tíma og svo er Gunni bróðir á fullu í þessu og hefur verið það frá því að ég man eftir mér. Það eru of fáir sjálfboðaliðar í starfinu, ég þekki það vel, og það þurfa allir sem vettlingi geta valdið að taka þátt og hjálpa til við uppbygginguna, sérstaklega í svona litlu samfélagi. Þetta er mitt framtak,“ segir Sandra að lokum.