Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Jazzfjelag Suðurnesjabæjar býður til tónleika
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 22. mars 2021 kl. 08:01

Jazzfjelag Suðurnesjabæjar býður til tónleika

Gola leikur djassskotna standarda, fönk og heimstónlist í boði Jazzfjelags Suðurnesjabæjar í Bókasafni Sandgerðis miðvikudaginn 24. mars kl.20:00.
Sveitina Golu skipa þeir:
Jóhann Ásmundsson - bassi (Mezzoforte o.m.fl.)
Sigurgeir Sigmundsson - gítar (Bubbi, Bo Halldórs, Start o.m.fl.)
Haukur Arnórsson - píanó, hljómborð (nemandi á framhaldsstigi við Tónlistarskóla Sandgerðis)
Halldór Lárusson - trommur (Bubbi, Júpíters o.m.fl.)
Viðburðir Jazzfjelags Suðurnesjabæjar hafa vakið athygli og verið vel sóttir, því er vissara að tryggja sér sæti í tíma.

Aðgangur er ókeypis!

ATH: Panta þarf sæti fyrirfram með því að senda tölvupóst á [email protected] og gefa upplýsingar um nöfn gesta, kennitölu og símanúmer (Covid reglur)
Munið grímuskyldu og sóttvarnir!
Jazzfjelag Suðurnesjabæjar er styrkt af sóknaráætlun Suðurnesja og Suðurnesjabæ
jazzfjelag
Public deli
Public deli