Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Jazz dunar á Suðurnesjum í nýstofnuðu félagi
Fimmtudagur 7. nóvember 2019 kl. 15:09

Jazz dunar á Suðurnesjum í nýstofnuðu félagi

Efling menningarlífs og stuðningur við tónlistarlíf á Suðurnesjum. Reglulegir tónleikar framundan

Í maí 2019 var Jazzfjelag Suðurnesjabæjar formlega stofnað. Tilgangur félagsins er að efla menningu í Suðurnesjabæ og Suðurnesjum öllum með því að standa fyrir tónleikum í bænum.

Þegar hafa þrennir tónleikar farið fram á bókasafni Sandgerðis; Gola tríó í maí 2019, Kvartett Andrésar Þórs gítarleikara í september 2019, tríó Jazz í október 2019 og n.k. fimmtudag 7. nóvember mun kvintett Sigurðar Flosasonar og sænska gítarleikarans Hans Olding koma fram á bókasafni Sandgerðis. Kvintettinn skipa þeir Sigurður Flosason - saxófónn, Hans Olding  - gítar, Nils Janson - trompet (einnig frá Svíþjóð), Þorgrímur Jónsson - kontrabassi, Einar Scheving - trommur. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl.20:00 og er aðgangur ókeypis. Heitt verður á könnunni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Stefnan er að næstu tónleikar verði í janúar 2020 í sal tónlistarskólans í Garði. Ef allt gengur að óskum verða tónleikar mánaðarlega út árið 2020 ýmist í Garði eða Sandgerði og vonandi um ókomna framtíð. Jazzfjelagið stefnir á að ávallt verði aðgangur ókeypis.

Tónleikar Jazzfjelags Suðurnesjabæjar eru einnig hugsaðir til að gera nemendum tónlistarskólanna kleift að stunda tónleika í heimabyggð og fá tækifæri að hlusta á tónlistarfólk á heimsmælikvarða. Efling menningarlífs og stuðningur við tónlistarlíf á Suðurnesjum er tilgangur félagsins sem er óhagnaðardrifið áhugamannafélag.