Mannlíf

Hrekkjavakan verður árleg í Suðurnesjabæ
Í tilefni hrekkjavökunnar í haust var ákveðið að bregða aðeins út af vananum í heimilisfræði í Sandgerðisskóla og útbúa örlítið sætari og skemmtilegri kræsingar. Nemendur fengu að skreyta þær tengdar hrekkjavökunni.
Sunnudagur 15. nóvember 2020 kl. 08:20

Hrekkjavakan verður árleg í Suðurnesjabæ

– og einn viðburður á gamlársdag

Ferða-, safna- og menningarráð Suðurnesjabæjar leggur til að hrekkjavaka verði árlegur viðburður í Suðurnesjabæ. Þá er lagt til að fullveldisdagurinn verði haldinn hátíðlegur og að tendrun jólaljósa fari fram við sama tækifæri.

„Þá verði unnið að því að útfæra einn viðburð 31. desember í samstarfi við björgunarsveitir í Suðurnesjabæ,“ segir í afgreiðslu ráðsins sem samþykkt var samhljóða á síðasta fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar.