Mannlíf

Handverksmarkaður í Sandgerði
Miðvikudagur 3. nóvember 2021 kl. 13:38

Handverksmarkaður í Sandgerði

Árlegur handverksmarkaður verður í Samkomuhúsinu í Sandgerði sunnudaginn 7. nóvember nk. kl. 11 til 18. Félagsstarf eldri borgara í Garði og Sandgerði stendur að markaðinum og alls verða sautján básar með handunnar vörur til sölu og henta vel til tækifæris- og jólagjafa. Kaffisala verður á staðnum þar sem boðið verður upp á kaffiveitingar fyrir aðeins 500 kr. á mann. 

Vogar aðalskipulag
Vogar aðalskipulag