Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Guðbrandur Einarsson: „Hefði ekki haft þetta af hefði ég haldið áfram að drekka og reykja“
Föstudagur 10. september 2021 kl. 11:09

Guðbrandur Einarsson: „Hefði ekki haft þetta af hefði ég haldið áfram að drekka og reykja“

Guðbrandur Einarsson oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi talaði opinskátt um baráttu sína við vímuefni á yngri árumvar gestur í hlaðvarpinu Góðar sögur. Oddvitinn segir frá því að hann hafi notað kannabisefni daglega um árabil og misnotað áfengi.

„Ég hefði ekki haft þetta af hefði ég haldið áfram að drekka og reykja. Ég reykti hass á hverjum degi í mörg ár,“ segir Guðbrandur í viðtalinu. Hann missir bróður sinn þegar hann er 19 ára og við það fór líf hans nánast á hliðina. Hann sneri þá við blaðinu og hefur nú verið alsgáður í 40 ár.

Guðbrandur fer um víðan völl í viðtalinu og dregur hvergi undan. Þegar hann var strákur var mikið um pólitík á heimilinu. Hann var mjög róttækur sem ungur maður og sat í marxískum leshringjum og las Kommúnistaávarpið. Hann hefur víða komið við í stjórnmálum og rifjar upp þegar hann sagði skilið við Samfylkinguna eftir opið prófkjör þar sem smalað var gegn honum. Þá var hann uppnefndur Brandur á móti.

Hann hefur fengist við ýmislegt í gegnum tíðina. Hann var m.a. kosningastjóri hjá Ólafi Ragnari í forsetakosningum 1996. Hann var kennari sem ungur maður og líkaði það einkar vel. Lwngst af hefur hann þó unnið að verkalýðs- og sveitastjórnarmálum. Einstakt barnalán hefur svo leikið við Guðbrand en þau hjónin eignuðust tvenna tvíbura á tveggja ára tímabili.

Í viðtalinu er svo farið yfir helstu kosningamál sem snúa að Suðurnesjum núna í aðdraganda kosninga.

Hlusta má á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.Nánar á Reykjanes.is.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024