Max Norhern Light
Max Norhern Light

Mannlíf

Gott silfur er gulli betra
Mánudagur 22. júní 2020 kl. 09:33

Gott silfur er gulli betra

Bergur Daði Ágústsson er bráðum nítján ára Keflvíkingur sem lauk stúdentsprófi á dögunum frá Verzlunarskóla Íslands og stefnir í fjármálaverkfræði í haust.Hann segir að óverðskuldaður hroki fari mest í taugarnar á sér og á skemmtilega minningu af hræddum afa sínum með klappstól yfir höfði sér í kríuvarpi. Bergur svaraði nokkrum spurningum blaðamanns Víkurfrétta.

– Nafn:

Bergur Daði Ágústsson.

– Fæðingardagur:

18. júní 2001.

– Búseta:

Sunny Kef.

– Hverra manna ertu og hvar upp alin?

Born and raised í Keflavík með smá stoppi í Danmörku. Pabbi er Ágúst Þór, verkfræðingur, og mamma Lóa Rut, kennari í Holtaskóla.

– Starf/nám:

Var að útskrifast af hagfræðilínu í Verzló en stefni á fjármálaverkfræði í HR næsta haust.

– Hvað er í deiglunni?

Bara hvað fólk getur verið hrottalegt við hvert annað. Á bjartari nótum er fótboltatímabilið að byrja sem er geggjað.

– Hvernig nemandi varstu í grunnskóla?

Rólegur, þægur, sat samt aldrei á minni skoðun.

– Hvernig voru framhaldsskólaárin?

Nýliðin, hröð, skemmtileg.

– Hvað er þitt draumastarf?

Er ekki búinn að átta mig á því, eitthvað fjármálatengt.

– Hvernig bíl ertu á í dag?

Vínrauðum 2013 Hyundai i20, geggjaður bíll.

– Hver er draumabíllinn?

Langar lúmskt í einn Audi TT á næstunni.

– Hvert var uppáhaldsleikfangið þitt þegar þú varst krakki?

Legoið mitt, klárlega. Gaman að byggja.

– Hvernig slakarðu á?

Lesa góða bók í rúminu, hlustandi á góða tónlist.

– Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára?

Bubbi og Valdimar ofarlega á lista alla vegana.

– Uppáhaldstónlistartímabil?

Íslensk dægurlög bara svona yfir höfuð.

– Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana?

Allt með áhugavert beat eða laglínu.

– Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili?

Bubbi, Bubbi, Bubbi.

– Leikurðu á hljóðfæri?

Hef verið að læra á trompet undanfarin tólf ár.

– Er einhver tónlist sem þú skammast þín fyrir að fíla, svona Guilty Pleasure?

Verður að vera klassísk tónlist meðan ég er að læra.

– Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig?

Mikið um YouTube og Netflix, orðið langt síðan maður horfði á sjónvarpsstöðvarnar.

– Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu?

Game of Thrones þegar það var í gangi.

– Besta kvikmyndin?

Shawshank Redemption.

– Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða rithöfundur?

The Way of Kings eftir Brandon Sanderson er í uppáhaldi.

– Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili?

Spila á hljóðfæri, litla systir mín stefnir hins vegar á að ná mér í þeim efnum.

– Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?

Elda ofboðslega lítið, kannski hakk og spagettí.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?

Ofhugsun.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?

Óverðskuldaður hroki.

– Uppáhaldsmálsháttur eða tilvitnun:

Gott silfur er gulli betra – hef sem sagt aldrei unnið neitt.

– Hver er elsta minningin sem þú átt?

Örugglega að hlaupa gegnum kríuvarp með afa, hann hélt á góðum klappstól yfir höfðinu – held hann hafi verið hræddari en við krakkarnir.

– Orð eða frasi sem þú notar of mikið:

Díses kræst.

– Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera?

Tiger Woods, fara og taka hring og vera kannski einu sinni undir 100 þá.

– Hvaða þremur persónum myndir þú bjóða í draumakvöldverð?

Michael Jordan, Lebron James og Kobe Bryant.

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til?

Mjög skrýtið, það var erfitt að síðasti alvöru skóladagurinn í framhaldsskóla skyldi hafa verið 13. mars. Svo birtir núna til eftir útskrift.

– Er bjartsýni fyrir sumrinu?

Já, stefnir í frábært dómgæslusumar, gott veður og góður fótbolti.

– Hvað á að gera í sumar?

Vinna, dæma mikið og smá eðlisfræði.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim?

Garðskaga, vanmetinn staður.

– Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu ...

... til Got Agulu í Kenía, Verzló hefur tekið þátt í að byggja upp skóla þar og hjálpuðum við sem vorum í Góðgerðaráði núna til við að byrja söfnun fyrir framhaldsskóla. Svo er Austur-Afríka bara áhugaverður staður.