Toyota ársgamlir bílar á tilboði
Toyota ársgamlir bílar á tilboði

Mannlíf

Göngur á Reykjanesi - Hraunahringurinn í kvöld
Reykjanes Geopark mun bjóða upp á útivist fyrir almenning í sumar í samstarfi við Bláa Lónið og HS Orku.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 27. maí 2019 kl. 13:53

Göngur á Reykjanesi - Hraunahringurinn í kvöld

Reykjanes Geopark mun bjóða upp á útivist fyrir almenning í sumar í samstarfi við Bláa Lónið og HS Orku. Markmið verkefnisins er að kynna einstakt umhverfi og menningu Reykjanes Geopark fyrir almenningi gegnum útivist, fróðleik og skemmtun.

Fyrsta ganga sumarsins fer fram mánudagskvöldið 27. maí. Þá verður boðið upp á að ganga Hraunahringinn á Reykjanesi með Wapp – gönguapp og gönguhópnum Vesen og vergangur. Gangan hefst við bílastæðið við Reykjanesvita kl. 20:00. Líkt og í fyrra verður dagskrá sumarsins 2019 fjölbreytt og þátttakendum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar um göngurnar birtast á reykjanesgeopark.is og Facebook síðu verkefnisins, facebook.com/geoparkutivist.

Útivist í Geopark 2019

Gert er ráð fyrir því að haldnir verða 7-8 viðburðir í sumar en skipulag þeirra stendur enn yfir. Verkefnið er samstarfsverkefni Reykjanes Geopark, Bláa lónsins og HS-Orku. Einnig verður leitast eftir samstarfi við björgunarsveitir á svæðinu til þess að tryggja öryggi þátttakenda. 

Dagsskrá

27.5 - Ganga með Wappinu – Hraunahringurinn

Gengið er um suðvestasta hluta Íslands þar sem Mið-Atlantshafshryggurinn rís úr sæ. Gengið er frá bílastæði við Reykjanesvita um misgengi á mörkum Evrasíuflekans og Norður-Ameríkuflekans, að vitanum á Skemmum, yfir Skálafell og að Gunnuhver áður en haldið er til baka að bílastæðinu við Reykjanesvita. Vegalengd: 7 km hæð: 70 m hækkun: 58 m erfiðleikastig: meðal

Meðal ferða í sumar:

Fugla og fjöruferð á Garðskaga – Þekkingarsetur Suðurnesja

Jónsmessuganga Grindavíkur og Bláa lónsins

Ganga með Minja- og sögufélagi Vatnsleysustrandar

Gönguferð með jarðfræðingi HS Orku. Gengið verður á Svartsengisfell 

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs