Aðalskoðun 30 - 5 okt
Aðalskoðun 30 - 5 okt

Mannlíf

Góðir golfvellir eru nauðsynlegir
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 1. ágúst 2020 kl. 07:50

Góðir golfvellir eru nauðsynlegir

„Þetta hefur verið bara mjög gott sumar. Við erum búin að ferðast víða mest þó um Suðurlandið og fjölmargir golfvellir hafa verið heimsóttir,“ segir Hafþór Barði Birgisson, tómstunda- og félagsmálafræðingur og íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar.

Hvaða staðir á Íslandi hafa heillað þig?

Hraunborgir í Grímsnesinu hafa verið í uppáhaldi og hið stórkostlega landslag sem er í golfvellinum í Kiðjabergi.

Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?

Við munum fara í Húsafell og erum búin að skipuleggja fjölskyldugolfmót í Borgarnesi föstudaginn 31.júlí en um árlegt mót er að ræða.

Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin þín?

Get ómögulega gert upp á milli allra þjóðhátíðanna sem að maður fór á í gamla daga.

Hvað finnst þér mikilvægt að hafa um Verslunarmannahelgina?

Góða golfvelli í kring og þokkalegt veður er góð uppskrift að góðri verslunarmannahelgi.