Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Góðgerðartónleikar unglingaráðs til styrktar Minningarsjóðs Ölla
Föstudagur 21. febrúar 2020 kl. 11:00

Góðgerðartónleikar unglingaráðs til styrktar Minningarsjóðs Ölla

Þann 4. mars næstkomandi mun Unglingaráð Fjörheima halda Góðgerðartónleika í Hljómahöll til styrktar Minningarsjóðs Ölla. Tónleikarnir verða frá klukkan 20:00-22:00 en húsið opnar klukkan 19:00. Miðaverð á viðburðinn eru 3.000 krónur.

Þeir tónlistarmenn sem munu stíga á svið eru Valdimar Guðmundsson ásamt Ásgeiri Aðalsteinssyni gítarleikara, Már Gunnarsson, Ísold Wilberg, Hljómsveitin Demo, Frid og Sesselja Ósk Stefánsdóttir.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Unglingaráð Fjörheima samanstendur af ungum og öflugum ungmennum í 8.-10. bekk í Reykjanesbæ en hlutverk þeirra er að skipuleggja dagskrá, halda viðburði og taka þátt ýmsum öðrum störfum sem snerta félagsmiðstöðina.

Minningarsjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna.

Allur ágóði viðburðarins rennur til Minningarsjóðs Ölla en unglingaráðið kaus að styrkja þennan tiltekna sjóð því þau telja íþróttir- og tómstundarstarf sé góð forvörn fyrir ungmenni.