Vogar Fjölskyldudagar
Vogar Fjölskyldudagar

Mannlíf

Gaman að upplifa páskana með leikskólakrökkunum
Halldóra ásamt fjölskyldu sinni.
Laugardagur 20. apríl 2019 kl. 12:00

Gaman að upplifa páskana með leikskólakrökkunum

„Fyrir mér eru páskarnir fyrst og fremst fjölskylduhátíð. Við fjölskyldan eigum dásamlegan sumarbústað sem heitir Sælukot og er við Þingvallavatn. Þessi tími, þegar vorið er á næsta leyti og daginn tekið að lengja er svo yndislegur og tilvalið ef veður leyfir að fara í göngutúra, útihlaup eða finna einhverja góða sundlaug nálægt sumarbústaðnum,” segir Halldóra Magnúsdóttir, forstöðukona leikskólans Vesturbergs í Reykjanesbæ, en hún og fjölskylda hennar dvelja oft saman yfir páskahátíðina í sumarbústaðnum þeirra, Sælukoti.

„Siðir og venjur á páskunum hafa verið tiltölulega þær sömu í gegnum tíðina. Við erum meira að segja enn að fela páskaeggin fyrir krökkunum en kannski ekki svona mikil tilþrif í kringum leitina eins og áður þegar ég útbjó ratleik að páskaeggjunum.”

Hvað matarvenjur fjölskyldunnar yfir páskana varðar þá er vinsælast að grilla eitthvað gott og þá grilla þau helst salat með. Þá er heimatilbúið nammi líka mikilvægt yfir páskana með páskaeggjunum. „Það eru svo náttúrlega algjör forréttindi að vera í skemmtilegustu vinnu í heimi og upplifa páskana í gegnum börnin í leikskólanum mínum Vesturbergi. Þar eru þau búin að vera að föndra páskaegg og páskaunga undanfarna daga. Svo er bara að njóta þess að vera saman og vera í núinu með fólkinu sínu. Gleðilega páska.”

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs