Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Fyrrum Sandgerðingur opnar myndlistarsýningu
Miðvikudagur 15. ágúst 2018 kl. 09:24

Fyrrum Sandgerðingur opnar myndlistarsýningu

„Famous vinyl albums and songs vs. vitinn“ er heitið á myndlistarsýningunni sem hann Hermann Ingi Hermannsson er að opna í Bæjarbíói Hafnarfjarðar. Hermann bjó í Sandgerði til fjölda ára en sýningin er hluti af tónlistar- og bæjarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar.

Tuttugu vatnslitamyndir verða til sýnis en Hermann hefur unnið þessar myndir upp úr þekktum vínyl albúmum og plötum sem hafa heillað hann og mótað í gegnum tíðina. Hann hefur endurgert myndirnar með Hafnarfjarðarvitann að forgrunni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem eru aðeins lítill partur af sýningunni.

Public deli
Public deli

Opnun sýningarinnar verður þann 29. ágúst kl. 17:00 og verður Hermann viðstaddur. Sýningin mun vera uppi út september og gefst gestum tækifæri til að skoða hana þegar tónleikahald er í húsinu.