Mannlíf

Frístundin: Hjálpar bæði andlega og líkamlega
Birnir ásamt æfingafélögum sínum eftir að hafa staðist blá beltisprófið
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
sunnudaginn 31. júlí 2022 kl. 10:00

Frístundin: Hjálpar bæði andlega og líkamlega

Birnir Birnisson byrjaði að stunda jiu-jitsu fyrir rúmum tveimur árum eftir að bróðir hans náði að koma honum inn í íþróttina. Hann segir það skemmtilegasta við jiu-jitsu vera að læra nýja hluti og að allir séu til í að hjálpa hver öðrum að verða betri.
Fyrir þá sem ekki vita, hvað er jiu-jitsu?

Jiu-jitsu er bardagaíþrótt þar sem mesta áherslan er lögð á gólfglímu. Jiu-jitsu snýst um það að ná yfirburðastöðu gagnvart einstaklingnum sem þú ert að glíma við og fá hann til að gefast upp með lás eða hengingu.

Af hverju ákvaðst þú að byrja í sportinu?

Ég byrjaði upphaflega út af Sigurði, bróður mínum, en hann hafði verið að stunda jiu-jitsu þegar þetta byrjaði á Suðurnesjunum fyrst fyrir svona tíu árum. Hann langaði svo að prófa þetta aftur og dró mig með sér. 

Public deli
Public deli
Hvað er það skemmtilegasta við jiu-jitsu?

Það skemmtilegast við jiu-jitsu er að þú ert stanslaust að læra eitthvað nýtt og bæta leikinn þinn. Fólkið er líka æðislegt, allir mættir til að hjálpa hver öðrum.

Hvar æfir þú og hversu oft?

Ég æfi í Keflavík hjá Sleipni upp í bardagahöll á Iðavöllum. Þegar ég byrjaði mætti ég fimm til sex sinnum í viku. Það hefur minnkað aðeins núna en ég reyni að mæta eins oft og ég get, að minnsta kosti einu sinni í viku.

Birnir er með bláa beltið í jiu-jitsu en hann segir það afrek hafa verið það skemmtilegasta og erfiðasta sem hann hefur gert. Hans helsta markmið er að verða betri í dag en í gær.
Hver er besta minningin þín tengd jiu-jitsu?

Þegar ég fékk bláa beltið. Til að fá bláa beltið þarf maður að glíma í hálftíma með engri pásu.

Hvað myndir þú segja við einhvern sem langar að prófa íþróttina en þorir ekki?

Þetta er æðisleg íþrótt sem hjálpar manni mikið andlega og líkamlega. Fólkið er æðislegt, allir vinir og taka þér með opnum örmum.