Mannlíf

Four Others leikur hjá Jazzfjelagi Suðurnesjabæjar
Sunnudagur 13. nóvember 2022 kl. 14:08

Four Others leikur hjá Jazzfjelagi Suðurnesjabæjar

Hljómsveitin Four Others leikur hjá Jazzfjelagi Suðurnesjabæjar þriðjudaginn 15. nóvember kl. 20:00. Tónleikarnir fara fram í bókasafni Suðurnesjabæjar.

Hljómsveitin er sólóverkefni saxófónleikarans Hauks Gröndal og var hleypt af stokkunum í ársbyrjun 2021. Fyrsta skífa Four Others er nýkominn út á streymisveitum og nefnist hún Five Angles en þar má finna tónsmíðar Hauks sem teknar voru upp í ársbyrjun 2022. Tónlistin er lýrísk, opin og leitandi þar sem áhrifa gætir héðan og þaðan. Opin og lokuð form kallast á í einlægum flutningi þar sem áhersla er lögð á að hreyfa við hlustendum.

Meðlimir Four Others eru Haukur Gröndal sem leikur tenórsaxófón, Ásgeir Ásgeirssonar leikur á gítar, Birgir Steinn Theódórsson á bassa og Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Þeir hafa starfað saman í fjölmörgum verkefnum s.l. ár og eru unnendum djasstónlistar að góðu kunnir.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Aðgangur er ókeypis. Tónleikarnir hefjast kl.20:00.

Hlustaðu á Five Angles á Spotify með því að smella hér.


Jazzfjelagið er styrkt af Sóknaráætlun Suðurnesja, Menningarsjóði Suðurnesjabæjar, Félagi íslenskra hljómlistarmanna og Samkaup.