Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Fjölskyldu- og vinasamvera á Garðskaga
Mánudagur 27. júlí 2020 kl. 14:02

Fjölskyldu- og vinasamvera á Garðskaga

Þriðjudaginnn 28. júlí verður haldinn fjölskyldu- og vinasamvera úti við Garðskaga. Dagskráin byrjar á útibingói kl. 16:00-18:00 þar sem þátttakendur taka myndir og merkja á Instagram #sudurnesjabaer og @sudurnesjabaer.

Þeir sem klára allar þrautirnar geta átt von á útdráttarvinningi. Í vinning er máltíð fyrir fjölskylduna á Röstinni. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Bingóspjöld verða afhent á Byggðasafninu sem verður opið frá kl.14.00.

Blakboltar verða við blakvöllinn fyrir alla þá sem hafa áhuga á eða vilja prófa sig áfram í blaki og skóflur og fötur í fjörunni. 

Fólk er einnig hvatt til þess að taka með sitt eigið dót.

Byggðasafnið verður opið og hægt að skoða stóra vitann.

Í lok dags munu Steinunn Björg Ólafsdóttir og Una María Bergmann söngkonur, syngja nokkur lög í vitanum, segir í frétt frá Suðurnesjabæ.