RNB heilsu- og forvarnarvika
RNB heilsu- og forvarnarvika

Mannlíf

Fjölmenni og fjör á föstudegi á Ljósanótt
Herbert Guðmundsson opnaði Holta-tónleikana, Bjartmar og bergrisarnir lokuðu tónleikunum. VF-myndir/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 3. september 2022 kl. 12:26

Fjölmenni og fjör á föstudegi á Ljósanótt

Það var frábær stemmning á föstudegi Ljósanætur og fjölmenni á viðburðum sem voru í boði. Þar ber hæst kjötsúpa Skólamatar, heimatónleikar og tónleikar Í holtunum heima sem haldnir voru í fyrsta sinn.

Þá voru líka mörg tónlistaratriði á litla sviðinu á Tjarnargötu. Tónleikar voru á nokkrum stöðum þar sem hægt var að heyra þekktar sveitir á sviði, Gus Gus og Stjórnin, þar á meðal.

Laugardagurinn er að venju stór þar sem árgangagangan skipar stóran sess og tónlistaratriði á stóra sviðinu í kvöld.

Veðurguðirnir eru í sínu besta skapi og Ljósanæturgestir eru í skýjunum með það. Víkurfréttir sendu streymi í beinni útsendingu frá nokkrum viðburðum sem sjá má hér að neðan.