Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Fjölbreytt hátíðarhöld í Suðurnesjabæ
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
þriðjudaginn 21. júní 2022 kl. 16:18

Fjölbreytt hátíðarhöld í Suðurnesjabæ

Hátíðardagskrá í Suðurnesjabæ fór fram með hefðbundnum hætti þann 17. júní við Gerðaskóla. Dagskráin hófst með fánahyllingu og voru fulltrúar frá knattspyrnufélögum sveitarfélagsins, Reyni og Víði, fánaberar. 

Fjallkona var Amelía Björk Davíðsdóttir, nýstúdent, og flutti hún ljóðið „Ég bið að heilsa“ eftir Jónas Hallgrímsson. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri, sá um að kynna dagskrá dagsins. Að lokinni fánahyllingu og ávarpi fjallkonu tók við söngur frá nemendum Tónlistarskóla Sandgerðis og söngkonurnar Karma og Ragnheiður sungu sitt hvort lagið við mikinn fögnuð viðstaddra. 

Public deli
Public deli

Eftir formleg hátíðarhöld stigu Solla stirða, íþróttaálfurinn og leikhópurinn Lotta á svið. Þá sá 9.bekkur Gerðaskóla um kaffisölu og var andlitsmálun og bílalest einnig í boði fyrir gesti. Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði og Byggðasafnið á Garðskaga buðu íbúa og gesti velkomna á sýningar sínar. 

Í tilefni dagsins var Alþingishátíðardúkurinn, sem var framleiddur árið 1930 til að minnast þess að þúsund ár voru liðin frá stofnun allsherjarþings árið 930 á Þingvöllum, til sýnis. Dúkurinn er einn af kjörgripum Byggðasafnsins en í hann er ofin mynd af Öxarárfossi ásamt skjaldarmerki Íslands og áletruninni „Minni Íslands.“

Magnús Stefánsson, bæjarstjjóri kynnti dagskránna. Amelía Björk Davíðsdóttir var fjallkona.