Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja
Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja

Mannlíf

Fjölbreytt hátíðarhöld 17. júní í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 16. júní 2019 kl. 07:46

Fjölbreytt hátíðarhöld 17. júní í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum

Fjölbreytt hátíðarhöld verða á þjóðhátíðardaginn 17. júní nk. mánudag. Að venju fer stærsti fáni landsins á loft í skrúðgarðinum í Keflavík.

Hátíðarhöld í Reykjanesbæ hefjast með hátíðarguðþjónustu í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 12.30. Þá verður að venju skrúðganga í umsjón Skátafélagsins Heiðarbúa en skátar ganga með þjóðfánann inn í skrúðgarðinn.

Hátíðardagskrá hefst í skrúðgarði kl. 14. Verkalýðsforinginn Kristján Gunnarsson fær það hlutverk að draga fánann að húni. Azra Crnac, háskólastúdent mun flytja ávarp fjallkonu og Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningar Reykjanesbæjar flytur ræðu dagsins. Þá verður skemmtidagskrá á sviði þar sem Friðrik Dór mun m.a. Koma fram auk Danskomanís, Bryn Balletts og þá mæta Dýrin í Hálsaskógi á svið.

Í tilefni 75 ára lýðsveldisafmæli Íslands býður forsætisráðuneytið í samvinnu við Landssamband bakarameistara upp á Lýðveldisköku sem verður tæpir 7 metrar á lengd. Kaffisala verður hjá Kvenfélagi Keflavíkur í Hvammi við Suðurgötu, körfuknattleiksdeild Njarðvíkur í Njarðvíkurskóla og hjá Keflavíkurkörfunni í Myllubakkaskóla. Þá verður kvölddagskrá í Ungmennagarði fyrir 7.-10. bekk kl. 21.-23.

Þjóðhátíðardagskrá verður einnig í Grindavík sem hefst með hátíðarguðþjónustu kl. 10 og svo verður dagskrá við íþróttahúsið frá kl.14.30. Sjá má dagskrána á grindavik.is.

Í Suðurnesjabæ verður hátíðardagskrá við Gerðaskóla sem hefst kl. 14. Sjá má dagskrána hér.

Í Vogum verður dagskrá í og kringum Tjarnarsalinn kl. 14-17. Sjá nánar á vogar.is

Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna
Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna