Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Fimm bekkjarsystkin úr Grunnskóla Grindavíkur útskrifast úr MA
Nemendurnir eru frá vinstri, Teitur Leon Gautason, Telma Lind Bjarkadóttir, Belinda Berg Jónsdóttir, Margrét Fríða Hjálmarsdóttir og Kristín Anítudóttir McMillan. Mynd og texti af vef Grindavíkurbæjar.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
föstudaginn 21. júní 2019 kl. 10:07

Fimm bekkjarsystkin úr Grunnskóla Grindavíkur útskrifast úr MA

Fimm nemendur fæddir árið 2000, sem voru saman í Grunnskóla Grindavíkur, útskrifuðust úr Menntaskólanum á Akureyri þann 17. júní. Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar.

Um mjög stóran útskriftarárgang var að ræða þar sem MA var að útskrifa tvo árganga. Annars vegar síðasta árganginn sem tók stúdentsprófið á fjórum árum og hins vegar fyrsta árganginn sem tók stúdentsprófið á þremur árum. Samtals voru þetta 330 nemendur.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ekki er algengt að svona margir nemendur úr Grindavík útskrifist á sama tíma frá Menntaskólanum á Akureyri en auk þeirra sem kláruðu á þremur árum þá voru tvö fædd 1999 einnig að klára MA.

Meðfylgjandi myndir voru teknar fyrsta skóladaginn þeirra fyrir þremur árum og síðan á sjálfan útskriftardaginn.

Nemendurnir eru frá vinstri, Teitur Leon Gautason, Telma Lind Bjarkadóttir, Belinda Berg Jónsdóttir, Margrét Fríða Hjálmarsdóttir og Kristín Anítudóttir McMillan.

Þá útskrifuðust einnig Gauti Ragnarsson og Elín Björg Eyjólfsdóttir fædd árið 1999 frá MA.