Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Fimm ár liðin frá opnun Hljómahallar
Ljósmynd: Hljómahöll
Föstudagur 5. apríl 2019 kl. 12:11

Fimm ár liðin frá opnun Hljómahallar

Hljómahöll fagnar í dag að fimm ár eru liðin frá opnun hússins en húsið var formlega opnað 5. apríl 2014. Engin leið er að telja upp alla þá viðburði sem hafa átt sér stað í húsinu eða alla þá listamenn sem hafa komið fram.
 
Óhætt er að segja að fjöldi viðburða hafi aukist jafnt og þétt í gegnum árin og að húsið sé í stöðugri notkun nú þegar það fagnar þessum tímamótum. Eins og sést hér í myndasafninu er búið vera margt um að vera og viðburðirnir af öllum stærðum og gerðum.
 
Hljómahöll vill í tilkynningu koma áleiðis þökkum til allra þeirra sem hafa lagt leið sína í Hljómahöll hvort sem það var á Rokksafn Íslands, tónleika, árshátíðir, fundi eða aðra viðburði. „Þá viljum við þakka samstarfsaðilum okkar, birgjum og öllum listamönnunum sem hafa unnið með Hljómahöll fyrir frábært samstarf í gegnum tíðina,“ segir jafnframt í tilkynningunni. 
 
Afmæli Hljómahallar verður fagnað í kvöld þegar hljómsveitin Baggalútur kemur fram á tvennum uppseldum tónleikum í tónleikaröðinni „trúnó“.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024