Optical studio
Optical studio

Mannlíf

Ferskir vindar haldnir í Suðurnesjabæ í desember og janúar
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 18. nóvember 2022 kl. 20:53

Ferskir vindar haldnir í Suðurnesjabæ í desember og janúar

Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar fer fram í desember 2022 og janúar 2023 í Suðurnesjabæ. Hátíðin hefur fest sig í sessi og verið haldin reglulega undanfarin ár. Fyrst í Sveitarfélaginu Garði en síðar í Suðurnesjabæ, eftir sameiningu Garðs og Sandgerðis. Þá fékk hátíðin m.a. Eyrarrósina árið 2018.

Mireya Samper fer fyrir Ferskum vindum og hún kynnti komandi hátíð fyrir Ferða-, safna- og menningarráði Suðurnesjabæjar á síðasta fundi. Ráðið þakkaði henni fyrir góða og áhugaverða kynningu á Ferskum vindum og óskar skipuleggjendum hátíðarinnar góðs gengis með komandi hátíð.

Optical studio
Optical studio