Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Fermingarbros í gegnum grímuna
Oddgeir ljósmyndari fór í fyrirsætuhlutverkið með fermingarfjölskyldunni, þeim Sævari Sævarssyni, Hildi Maríu Magnúsdóttur, dóttur þeirra Heiðrúnu Lind og Gabríel Aron fermingardreng.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 19. ágúst 2020 kl. 11:25

Fermingarbros í gegnum grímuna

„Það er skrýtið að vera gera þetta að sumri. Vanalega er vorið undirlagt undir fermingarmyndatökur en við þurfum öll að lúta takmörkum veirunnar,“ segir Oddgeir Karlsson, ljósmyndari, en síðustu daga hefur hann mundað myndavélina í gríð og erg. Fyrirsæturnar hafa verið fermingarbörn og fjölskyldur þeirra. Fyrirsætur sem ætluðu að sitja fyrir á vordögum en gera það núna síðsumars, útiteknar og spara þannig ljósatíma.

Hildur María Magnúsdóttir og Sævar Sævarsson, foreldrar fermingarstráksins Gabríels Arons, voru mætt til Oddgeirs í myndatöku og eitt „propsið“ var að sjálfsögðu gríma sem þau settu upp til gamans. „Þetta verður eftirminnileg ferming á veirutímum,“ sögðu þau við fréttamann Víkurfrétta sem smellti nokkrum myndum af þeim hjá Oddgeiri.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Gabríel Aron fermingardrengur  í stúdíóinu hjá Oddgeiri.