Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Ferming 2021: „Búinn að læra margt nýtt“
Marta Eiríksdóttir
Marta Eiríksdóttir skrifar
sunnudaginn 21. mars 2021 kl. 07:59

Ferming 2021: „Búinn að læra margt nýtt“

„Ég er að fermast því ég trúi á Guð og því að Jesús hafi verið til. Ég er að staðfesta skírnina. Ég er fegin að mamma og pabbi létu skíra mig þegar ég var lítið barn. Ég lærði Faðir vorið þegar ég var lítil og skoðaði barnabiblíuna. Í dag er ég aftur farin að biðja bænir, núna þegar ég skil meira hvað kristin trú er. Það er margt búið að gerast í fermingarfræðslunni, ég er búin að læra margt nýtt og svo er bara mjög gaman hjá okkur. Gullna reglan um að koma vel fram við aðra er mjög góð. Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Jesús var hjálpsamur og ekki hræddur við álit annarra. Fræðslan í vetur hefur kennt mér hvað dagarnir þýða, hvað gerðist til dæmis á föstudaginn langa eða á jóladag. Þetta er bara búið að vera mjög gaman, margt skemmtilegt gert eins og að fara í Vatnaskóg saman. Prestarnir eru mjög skemmtilegir. Ég hlakka mjög til veislunnar, það verður kökuveisla og kökuskreytingaþema í bleikum lit og regnbogalitum. Amma Þórunn ætlar að baka aðaltertuna. Ég og frænka mín ætlum að hjálpa til. Þetta verður svona eiginlega allt heimagert held ég og það kemur fullt af fólki. Ég held ég verði í hvítum samfestingi, er samt ekki alveg búin að ákveða það. Mamma greiðir mér en hún er hárgreiðslumeistari, mjög klár. Ég verð með krullur og fléttur en við eigum eftir að ákveða það saman. Kannski verð ég með eitthvað smá í andlitinu, fæ gelneglur en samt vil ég vera náttúruleg. Ég ætla að hafa gaman og njóta dagsins,“ Guðný Þóra Sigurðardóttir sem fermist frá Keflavíkurkirkju.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024