Fló á Skinni
Fló á Skinni

Mannlíf

Ferðast um Vestfirði með vinkonuhópnum
Kristjana Vigdís Ingvadóttir.
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
laugardaginn 3. ágúst 2019 kl. 14:00

Ferðast um Vestfirði með vinkonuhópnum

Kristjana Vigdís Ingvadóttir er 26 ára Keflavíkingur, búsett í Reykjavík. Hún er sagnfræðingur að mennt og starfar sem skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands. Með því skemmtilegasta sem hún gerir er að syngja með sönghópnum Vox Felix og eiga góðar stundir með fólkinu sem hún elskar.

Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?
„Ég ætla að ferðast um Vestfirði með vinkonuhópnum.“

Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin þín? 
„Ég hugsa að Þjóðhátíð 2017 standi upp úr. Stemningin á Þjóðhátíð er bara engri lík.“

Hvað finnst þér mikilvægast að hafa um Verslunarmannahelgina? 
„Mér finnst lang mikilvægast að verja helginni með fólki sem mér þykir vænt um, þá skiptir í raun engu máli hvað maður ákveður að gera þessa helgi.“

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs