Mannlíf

Ferðafélag Íslands með gönguhóp á Suðurnesjum
Föstudagur 27. desember 2019 kl. 08:10

Ferðafélag Íslands með gönguhóp á Suðurnesjum

Á tímabilinu janúar til maí 2020 mun Ferðafélag Íslands halda úti gönguhópi á Suðurrnesjum. Hópurinn verður í anda þeirra hópa sem Ferðafélag Íslands heldur þegar úti í því skyni að stuðla að bættri lýðheilsu.

Kynning á dagskránni verður í Keili á Ásbrú fimmtudaginn 2. janúar kl. 17:30 og í Salthúsinu Grindavík laugardaginn 4. janúar kl. 16. Þar munu aðstandendur verkefnisins lýsa dagskránni næstu mánuðina.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Göngurnar eru flestar léttar og lagt upp með að njóta fremur en þjóta. Farið verður á 15 fjöll, langflest á Suðurnesjum en einnig verður gengið á Ok, Snæfellsjökul, Hengil, Móskarðahnúka og á Heimaklett og Eldfell í Vestmannaeyjum hvar gist verður eina nótt.

Safnast verður saman fyrir hverja göngu og sameinast í bíla í Njarðvík.

Félagar í Suðurnesjamönnum eiga þess einnig kost að taka þátt í námskeiðum í sjósundi, samkvæmisdönsum og æfingum á reiðhjólum.

Fararstjórar verða Reynir Traustason og Hjálmar Árnason.