Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Enda örugglega á því að verða smiður
Haukur Freyr Eyþórsson
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
þriðjudaginn 29. nóvember 2022 kl. 08:54

Enda örugglega á því að verða smiður

Ungmenni vikunnar

Nafn: Haukur Freyr Eyþórsson
Aldur: 14 ára
Skóli: Akurskóli
Bekkur: 9. bekkur
Áhugamál: Vera með vinum og fara í ræktina
Haukur er í 9. bekk Akurskóla en utan skóla finnst honum gaman að vera með vinum og fara í ræktina. Hann segist ekki vita hvað hann langi að gera eftir grunnskóla en finnst líklegt að hann verði smiður. Haukur er ungmenni vikunnar.
Hvert er skemmtilegasta fagið?

Skemmtilegasta fagið er örugglega íþróttir.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

Stebbi er líklegastur til þess að vera frægur, hann væri flott nærfatamódel.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Skemmtilegasta saga úr skólanum:

Skemmtilegast sagan úr skólanum er sagan sem Henni sagði á gistinóttinni.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Mikki er fyndnastur.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

Uppáhaldslagið mitt er Út í geim með Birni.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Sushi.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?

Uppáhaldsmyndin mín er annað hvort Hangover eða Fight Club.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna?

Ég myndi taka bolta til þess að dunda mér, svo myndi ég taka svefnpoka og örugglega símann minn.

Hver er þinn helsti kostur?

Minn mesti kostur er að ég er traustur.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja?

Ef ég geti valið mér einn ofurkraft þá væri það að geta flogið.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?

Mér finnst besti eiginleiki fólks vera að bera virðingu fyrir öðrum. 

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?

Ég er ekki viss hvað mig langar að gera eftir grunnskóla en ég enda örugglega á því að verða smiður.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?

Ef ég ætti að lýsa mér í einu orði þá væri það uppátækjasamur.