Mannlíf

Emil í Bókasafni Reykjanesbæjar
Laugardagur 26. október 2019 kl. 07:38

Emil í Bókasafni Reykjanesbæjar

Bókasafn Reykjanesbæjar er oft með viðburði sem tengdir eru bókmenntum eða sögufrægum persónum. Í síðastliðinni viku var Bókasafnið með tvo viðburði í tengslum við ævintýri Emils í Kattholti. Á föstudeginum var Bókabíó þar sem myndin um Emil og grísinn var sýnd og á laugardeginum var notalega sögustund um Emil í Kattholti.

Sögustundin var afar vel sótt, eða um 140 manns, enda Halla Karen í miklu uppáhaldi í Bókasafninu og greinilega hjá íbúum Reykjanesbæjar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024