Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Dreymir um frjálslynda miðjustjórn
Laugardagur 18. september 2021 kl. 08:16

Dreymir um frjálslynda miðjustjórn

– Guðbrandur Einarsson reynir fyrir sér í landspólitíkinni og er oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi

Guðbrandur Einarsson er oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi og er nýliði í landspólitíkinni en hann hefur verið forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar síðustu tvö kjörtímabil. Hann reynir að gleyma sér í sumarbústað fjölskyldunnar í Vaðnesi en draumur nýliðans er að mynduð verði frjálslynd miðjustjórn.

Hvernig varðir þú sumarfríinu?

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Reyndi að fara í sveitina mína eins oft og ég gat og nýtti tímann til að jafna mig eftir liðskiptaaðgerð.“

Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?

„Að  fá að vita að lítill  afastrákur kæmi í heiminn um haustið og hann er mættur í hópinn.“

Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands?

„Vaðnesið heillar alltaf.“

Hver er helstu afrek þín á heimilinu í hverri viku?

„Ég vökva blómin og sé um uppþvottavélina. Stundum rýk ég í þrifin.“

Uppáhaldsmatur?

„Nautið klikkar ekki en það er svo sem ekkert vandamál að gefa mér að borða.“

Hver er þinn styrkur í matreiðslunni?

„Hann er enginn nema þá við grillið.“

Notaðir þú sumarfríið eitthvað til að undirbúa kosningabaráttuna?

„Já, stærstur hluti sumarleyfisins var nýttur í undirbúning.“

Hver er tilfinningin fyrir komandi alþingiskosningum og kosningabaráttunni?

„Hún er bara jákvæð en auðvitað fylgir þessu talsverð spenna. Það er ekkert gefið í þessu.“

Hveru eru stærstu málin fyrir Suðurnesin sem þú setur í forgang?

„Fyrst og síðast eru það heilbrigðismálin sem ég hef m.a. einbeitt mér að síðustu árin. Við þurfum að fara að sjá breytingar á því sviði.“

Hvert er draumaríkisstjórnarsamstarf þitt?

„Ég myndi vilja taka þátt í að mynda frjálslynda miðjustjórn. Kominn tími á slíka stjórn.“