Langbest
Langbest

Mannlíf

Draumurinn að verða forseti
Mánudagur 6. mars 2023 kl. 07:20

Draumurinn að verða forseti

Nafn: Léo Máni Quyen Nguyén. Aldur: 18 ára. Námsbraut: Fjölgreinabraut. Áhugamál: Stjórnmál, íþróttir og græða pening.

Leó Máni er 18 ára gamall og er á fjölgreinabraut í FS. Helstu áhugamál hans eru stjórnmál, íþróttir og græða pening sem hann hræðist mest að eiga ekki nóg af. Leó er FS-ingur vikunnar.

Stjórnendafélag Suðurnesja
Stjórnendafélag Suðurnesja

Hvað ert þú gamall? Ég er ný orðinn 18 ára.

Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Kennarana.

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Ég heyrði góða hluti og flest allir vinir mínir voru að fara í FS. 

Hver er helsti kosturinn við FS? Getur valið það sem þér finnst skemmtilegt að læra og margir valmöguleikar.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Félagslífið í skólanum er fínt en verður betra. 

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Valur Axel Axelson, frægur dansari og meðal ríkustu manna Suðurnesja.

Hver er fyndnastur í skólanum? Greddu paddan, Grétar Snær Haraldsson.

Hvað hræðist þú mest? Að eiga ekki pening.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina?  Heitt: Hvítir force. Kalt: Mid jordan 1s og fake force.

Hvert er uppáhalds lagið þitt? Allt með Aron Can.

Hver er þinn helsti kostur? Ríkur.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Aur, Snap og Insta.

Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Ennþá ríkari.

Hver er þinn stærsti draumur?
Verða forseti.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Ríkur, þetta þýðir á alveg marga vegu. Ég er bæði ríkur sem einstaklingur og ríkur að eiga góða vini og ættingja.