Miðflokkurinn
Miðflokkurinn

Mannlíf

Dásamlegt að verða amma
Laugardagur 4. september 2021 kl. 09:14

Dásamlegt að verða amma

Eva Björk Sveinsdóttir, skólastjóri Gerðaskóla, er spennt fyrir haustinu og nýjungum í skólastarfinu.

Eva Björk Sveinsdóttir, skólastjóri Gerðaskóla í Suðurnesjabæ, segir að það hafi verið stór stund að verða amma í sumar. Það er margt í gangi í skólanum sem hún stýrir en hann er innleiða nýjungar í starfið.

Hvernig varðir þú sumarfríinu?

Viðreisn
Viðreisn

„Þetta var sumar eftirvæntingar, við fjölskyldan fórum lítið í burtu því lítill prins var á leiðinni í heiminn. Það var farið á marga fótboltaleiki hjá Keflavík og eltum við uppi alla leiki hjá yngsta fjölskyldumeðliminum. Við hjónin fórum þó eina stutta ferð á Egilsstaði til að kíkja aðeins í sólina og var það alveg dásamlegt.“

Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?

„Hvað það er dásamlegt að vera amma og þetta veður kemur alltaf á óvart!“

Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands?

„Margir fallegir staðir út um allt land, engin kannski uppáhalds en Keflavíkin er alltaf best.“

Hvernig myndir þú skipuleggja góða dagsferð með gesti á Suðurnesjum?

„Það fer auðvitað eftir hvort það væru börn með eða ekki. Leiksvæðið við Gerðaskóla heillar marga litla fætur, Skessuhellirinn og Duushúsin, Rokksafnið og Vatnaveröld. Svo væri líka bara gaman að taka göngu á Þorbjörn, kíkja til Höllu og fara í Bláa lónið.“

Hver er tilfinningin fyrir haustinu og komandi vetri?

„Góð, alltaf gleði og gaman þegar skólastarfið er að byrja. Við erum að fá aftur skólarými sem er búið að endurnýja vegna myglu og erum að fá nýjar kennslustofur með stækkun skólans þannig að þetta lítur allt vel út.“

Hver eru stærstu málin í þínum skóla um þessar mundir?

„Við erum m.a. að innleiða velferðarkennslu, tæknisvæði og bræðing sem er samþætting á námsgreinum á unglingastigi. Einnig erum við að prófa okkur áfram með að breyta hinni hefðbundnu stundaskrá í meira flæði í náminu. Við erum búin að taka út hefðbundnar frímínútur hjá 1. til 6. bekk og í staðin fara nemendur í nesti og svo hreyfistundir með kennurum þegar það hentar á hverjum degi. Það er mikil þróun í gangi hjá okkur. Innleiðing tekur tíma og því þarf að gefa þessu öllu svigrúm.“