Nettó
Nettó

Mannlíf

Danakonungur á Reykjanesvita
Þriðjudagur 14. ágúst 2018 kl. 06:00

Danakonungur á Reykjanesvita

Mannhæðar hár skjöldur með afsteypu af skjaldarmerki Danakonungs verður settur upp á Reykjanesvita og verkið formlega vígt á Ljósanótt.
Frá vígslu Reykjanesvita hinn 20. mars 1908 og fram til um 1970 eða í rúm 60 ár skartaði Reykjanesviti skjaldarmerki Danakonungs. Merkið þótti á sínum tíma mikilvæg viðurkenning konungs á mannvirkinu. Skjöldurinn var úr pottjárni og mannhæðar hár. Hann er með skjaldarmerki Kristjáns IX sem var konungur Danmerkur 1863-1906. Þegar vitinn var vígður hafði sonur Kristjáns, Friðrik VIII tekið við stjórnartaumum í Danmörku og var þá skjaldarmerki hans sett yfir það fyrra.

Hollvinasamtök Reykjanesvita létu gera afsteypu af skjaldarmerkinu sem nú er tilbúið. Samtökin voru stofnuð 16. febrúar 2017. Áður hafði Minja- og sögufélag Grindavíkur lagt drög að því að koma danska konungsmerkinu fyrir á Reykjanesvita, þar sem það hafði áður verið. Danski skjöldurinn var upprunalega settur á elsta vita Íslands, á Valahnjúki á Reykjanesi en sá viti var reistur 1. desember 1878, þegar Kristján IX var konungur Danaveldis. Félagið fékk síðastliðið haust styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja að upphæð 1.000.000 kr. til þess að koma endurgera og koma svokölluðu konungsmerki aftur upp á vitann.

Fyrsti vitavörður var Arnbjörn Ólafsson og hafði hann kynnt sér vitavarðarstarfið í Danmörku. Á árunum 1907-1908 var reistur nýr viti á Bæjarfelli og var fyrst kveikt á honum 10. mars 1908. Þá var konungur Friðrik VIII. Danska konungsmerkið var þá fært af gamla vitanum yfir á þann nýja. Fangamark Friðriks VIII var þá sett yfir fangamark föður hans Kristjáns IX og nýtt ártal MCMVIII (1908).

 

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs