Max Norhern Light
Max Norhern Light

Mannlíf

Byrjaði að æfa þríþraut í haust
Marta Eiríksdóttir
Marta Eiríksdóttir skrifar
laugardaginn 4. janúar 2020 kl. 17:25

Byrjaði að æfa þríþraut í haust

Elvar Þór Ólafsson svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum um áramótin.

Hvað stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu?
Að ég hafi lést um 20 kg síðan í sumar.

Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2019?
Já, ég byrjaði að æfa þríþraut í haust.

Hver fannst þér stóra fréttin á landsvísu?
Er alltaf jafn hissa að fólk skuli ennþá aðhyllast Miðflokkinn.

Hver fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu?
Að Skálmöld séu að fara í pásu eftir tíu ára stuð.

Hvað borðaðir þú um áramótin?
Nauta-Ribeye í trufflusmjöri.

Eru einhverjar áramóta-/nýárshefðir hjá þér?
Er nýbyrjaður að fara Klemmann á gamlársdag. Stefni á að fara hann aftur í ár, a.m.k. hluta af honum.

Strengir þú áramótaheit?
Nei, man ekki eftir því að hafa gert það í gegnum tíðina.