Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Byrjaði á sjó eftir fermingu
Guðmundur Óli Sigurgeirsson, fyrrum skipstjóri og útgerðarmaður.
Marta Eiríksdóttir
Marta Eiríksdóttir skrifar
sunnudaginn 2. júní 2019 kl. 22:02

Byrjaði á sjó eftir fermingu

–Guðmundur Óli vann alla tíð á sjó

„Maður byrjaði snemma að beita, svona fljótlega eftir fermingu. Svo vann ég í frystihúsi þar til ég fór á sjó sautján ára gamall. Ég valdi starfið vegna góðra tekna. Mér fannst þetta ekkert voða skemmtilegt enda mikil fjarvera frá fjölskyldunni,“ segir Guðmundur Óli Sigurgeirsson, 83 ára fyrrverandi skipstjóri í Grindavík.

Guðmundur var á mörgum bátum á starfstíð sinni og flestir réru frá Grindavík. Seinna fór hann í skipstjórnarnám og vann svo við sjómennsku allt sitt líf.

Public deli
Public deli

„Ég hef verið stýrimaður, skipstjóri og svo útgerðarmaður með eigin bát í félagi við aðra,“ segir Guðmundur Óli sem segist búa í raðhúsi ásamt eiginkonu og er hress.

„Ég er að fara heim að slá blettinn og vantaði bensín á sláttuvélina. Mér finnst Sjóarinn síkáti, bæjarhátíðin hér í Grindavík, flott en ég skreyti nú voða lítið en kíki á hátíðina og hef gaman af því. Einu sinni var sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um land allt, það er virðingarvert að Grindvíkingar skuli ennþá halda upp á þennan dag,“ segir Guðmundur Óli um leið og við kveðjum með myndatöku niður við sjó.