Vilhjálmur Árnason
Vilhjálmur Árnason

Mannlíf

Brúin er ný félagsmiðstöð í Háaleitisskóla
Föstudagur 19. mars 2021 kl. 11:43

Brúin er ný félagsmiðstöð í Háaleitisskóla

Ungmennin finna sig betur í eigin umhverfi

Félagsmiðstöðin Brúin í Háaleitisskóla opnaði formlega fimmtudaginn 4. mars. Félagsmiðstöðin er samstarfsverkefni Háaleitisskóla og Fjörheima félagsmiðstöðvar.

Starfsmenn sem sinna vöktum í Brúnni eru starfsmenn Háaleitisskóla ásamt starfsfólki Fjörheima. Alls mættu 33 ungmenni á opnunarkvöldið og komu ungmenni frá öllum bekkjum á unglingastigi skólans.

Sólning
Sólning

Gunnhildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins, segir í bréfi sem lagt var fyrir síðasta fund íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar að ungmennin virtust skemmta sér vel og tóku virkan þátt í dagskrá og leikjum kvöldsins. Ungmennin virtust finna sig betur í eigin umhverfi heldur en með ungmennum úr öðrum skólum Reykjanesbæjar.

„Við erum vongóð um að þetta verkefni virki félagslíf ungmenna í Háaleitisskóla. Þetta opnar fleiri möguleika fyrir ungmennin til þess að stunda skipulagt tómstundastarf í sínu nærumhverfi,“ segir Gunnhildur jafnframt í bréfinu.

Frumkvæði að opnun félagsmiðstöðvarinnar kemur frá skólastjórnendum Háaleitisskóla sem að rýndu í niðurstöður Rannsókna og greininga þar sem kom fram að unglingar í Háaleitisskóla sóttu Fjörheima minna en nemendur í öðrum skólum.

Texti og myndir: Jón Ragnar Magnússon.