Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bókakonfekt Bókasafns Reykjanesbæjar
Mánudagur 18. nóvember 2024 kl. 14:38

Bókakonfekt Bókasafns Reykjanesbæjar

Fimmtudagskvöldið 28. nóvember kl. 20:00 verður hið árlega Bókakonfekt Bókasafns Reykjanesbæjar í Ráðhúsinu, Tjarnargötu 12.
Fram koma: Bragi Páll Sigurðarson, Margrét S. Höskuldsdóttir og Geir H. Haarde.

Bragi Páll Sigurðarson les upp úr bókinni Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen. Bókin fjallar um Jens sem býr við hrakandi heilsu og gerir sitt besta til þess að koma sér á réttan kjöl.  Hann reynir óhefðbundnar lausnir sem hefur óvæntar og óvelkomnar afleiðingar. Gefum Jens sjálfum orðið: „Ég hef aldrei, og ég meina aldrei nokkurn tímann gefið betlara pening. Ég borga ekki krónu í góðgerðarmál, aldrei gert. Ekki einu sinni björgunarsveitarkallinn eða álfinn, bara lýg því blákalt að ég sé búinn að kaupa þegar fólk otar þessu að mér.“

Margrét S. Höskuldsdóttir les upp úr nýjustu bók sinni Í djúpinu. Bókin er margslungin og spennandi glæpasaga sem gerist á Vestfjörðum þar sem athafnamaður finnst látinn í heitum potti við heimili sitt í Laugardalnum. Fljótlega beinast spjótin að vinum hans og samstarfsfélögum en rannsóknarlögreglukonan Ragna telur lausnina flóknari en svo. Brátt er Ragna komin á slóðir sem liggja aftur til fortíðar og á heimavist vestur á fjörðum. Hvaða leyndarmál búa í djúpinu?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, les upp úr ævisögu sinni. Í bókinni veitir hann innsýn í baksvið stjórnmálanna en fjallar einnig um einkalíf sitt, þar á meðal dramatíska atburði úr æsku sem hann hefur aldrei rætt opinberlega áður. Geir styðst við margvísleg gögn úr sínu einkasafni sem flest hafa ekki áður komið fyrir almenningssjónir.

Gestir verða boðnir hjartanlega velkomnir með lifandi tónlistarflutningi Kósýbandsins sem samanstendur af Arnóri, Hjördísi, Hildi og Birnu sem ætla að bjóða upp á alvöru kósý jólastemningu.

Boðið verður upp á kaffi og konfekt.

Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin!

Viðburðirnir „Kynning á bókmentaarfinum“ eru samstarfsverkefni almenningsbókasafna Suðurnesja sem styrktir eru af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja