Stfs
Stfs

Mannlíf

Bílabíó á Vellinum
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 11. september 2020 kl. 10:38

Bílabíó á Vellinum

Sá staður á Íslandi þar sem er mest viðeigandi að setja upp bílabíó er á Ásbrú. Gamla herstöðin og amerísku áhrifin þar kalla á bílabíó. Fljótlega eftir að Varnarliðið fór frá Keflavíkurflugvelli var sett upp bílabíó í gömlu flugskýli á vellinum og bílabíó var svo endurtekið á bílastæði við Hæfingarstöðina síðastliðinn laugardag. Fjölmargar sýningar voru allan daginn og margir lögðu leið sína í bíóið og nutu sýninga með myndina inn um framrúðuna og hljóðið í útvarpið.