Mannlíf

Beint streymi VF frá fundi Ara Trausta á Marriott í kvöld
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 24. mars 2021 kl. 11:04

Beint streymi VF frá fundi Ara Trausta á Marriott í kvöld

Beint streymi verður frá fundi um náttúruvá á Reykjanesi og eldgos á Marrioot hótelinu í Reykjanesbæ í kvöld kl. 20. Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður og þingmaður mun fræða fundargesti um það sem er að gerast á Reykjanesskaganum um þessar mundir. Allir eru velkomnir en einnig verður streymt frá fundinum í gegnum vf.is og Facebooksíðu Víkurfrétta.

Hver er helsta náttúruvá á Suðurnesjum? Hvað er gert til að mæta henni? Er unnt að nýta sér jarðfræði skagans enn frekar í atvinnuskyni? Ari Trausti mun flytja erindi og svara spurningum frá kl. 20.