Mannlíf

Átta ára listakona á Ljósanótt
Marta Eiríksdóttir
Marta Eiríksdóttir skrifar
föstudaginn 27. september 2019 kl. 10:03

Átta ára listakona á Ljósanótt

Harpa Guðrún Birgisdóttir, átta ára gömul, ákvað upp á sitt einsdæmi að vera með viðburð á Ljósanótt á heimili sínu til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna.

Í sumarfríinu var hún að dunda við að mála á steina ásamt móður sinni, Höllu Jónsdóttur, og vildi vera með eigin listsýningu á Ljósanótt eins og hinir fullorðnu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Við mæðgurnar vorum að dunda okkur í sumarfríinu við að mála steina. Hörpu datt svo í hug hvort hún gæti ekki haldið listasýningu á steinunum á Ljósanótt. Auðvitað sá hún þetta fyrir sér niðri í miðbæ með öllu fullorðna listafólkinu. Til þess að drepa nú ekki þetta frumkvæði hjá henni þá gat ég ekki sagt nei og sagt henni að það væri ekki hægt. Ég hjálpaði henni því við að koma upp lítilli sölusýningu heima hjá okkur yfir bæjarhátíðina. Hún bar út auglýsingu til vina og vandamanna sem komu á sýninguna hennar. Harpa Guðrún seldi hátt í 50 steina og rann allur ágóðinn, rúmar 36.000 krónur, til Umhyggju, félags langveikra barna,“ segir Halla.