Mannlíf

Árstíðirnar eftir Vivaldi í Hljómahöll
Laugardagur 19. október 2019 kl. 11:42

Árstíðirnar eftir Vivaldi í Hljómahöll

Á sunnudag gefst íbúum Reykjanesbæjar og öðrum áhugasömum einstakt tækifæri til að hlýða á konsertinn Árstíðirnar eftir Antonio Vivaldi (1678–1741) en hann er líklega á meðal þekktari verka tónlistarsögunnar. Árstíðirnar hafa náð fáheyrðum vinsældum miðað við það sem gerist og gengur í klassíska tónlistarheiminum og má nánast fullyrða að hvert mannsbarn þekki úr þeim stef. 

Flytjendur eru Maksymilian Haraldur Frach (einleiksfiðla), Magdalena Nawojska, Jagoda Tkaczow (1. fiðla), Nikodem Frach, Joanna Bartkiewicz (2. fiðla), Janusz Frach (víóla), Klaudia Borowiec (selló), Mikołaj Ólafur Frach, Iwona Frach (píanó). 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Til tónleikanna bjóða sendiherra Póllands á Íslandi, Gerard Pokruszyński, og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Tónleikarnir, sem taka um klukkustund í flutningi, fara fram í Bergi í Hljómahöll, sunnudaginn 20. október kl. 16:00. Bæjarbúar eru hvattir til að bregða undir sig betri fætinum og njóta fallegrar tónlistar í hinum prýðisgóða tónleikasal, Bergi í Hljómahöll. Allir eru hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir.