Max Norhern Light
Max Norhern Light

Mannlíf

Ánægð með uppbyggingu sveitarfélagsins
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
miðvikudaginn 8. janúar 2020 kl. 07:19

Ánægð með uppbyggingu sveitarfélagsins

Sigríður Guðbrandsdóttir, starfsmaður þjónustuvers Reykjanesbæjar, hljóp í Reykjavíkurmaraþoni og keypti sér íbúð á nýliðnu ári en hvað ætlar hún að gera á nýju ári?

Hvernig fagnaðir þú áramótunum?

„Ég fagnaði áramótunum heima með fólkinu mínu, horfði á áramótaskaupið, sprengdi nokkra flugelda og hitti vini.“

Ertu með áramótaheiti fyrir 2020?

„Áramótaheitin mín fyrir árið 2020 eru m.a. að eyða meiri tíma með fjölskyldu og vinum og ferðast.“

Hvað var það besta sem gerðist hjá þér persónulega 2019?

„Ég söng bakraddir í Söngvakeppninni og á tónleikunum Með blik í auga. Ég eignaðist aðra bróðurdóttir. Ég hljóp í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrsta skiptið fyrir frænku mína, keypti mína fyrstu íbúð með kærastanum mínum og átti góðar stundir með fjölskyldu og vinum.“

Hvað var það besta sem gerðist í samfélaginu 2019?

Uppbyggingin sem varð í sveitafélaginu og bætt fjárhagsstaða bæjarins. Einnig vitundarvakningin um loftslagsmálin.