Toyota ársgamlir bílar á tilboði
Toyota ársgamlir bílar á tilboði

Mannlíf

Ágóði blómanna til líknarmála
Blómamarkaðurinn er haldinn við Ytri-Njarðvíkurkirkju.
Mánudagur 3. júní 2019 kl. 14:00

Ágóði blómanna til líknarmála

Blómamarkaður Lionsklúbbsins Æsu verður við Ytri-Njarðvíkurkirkju dagana 4. til 6. júní frá klukkan 16 til 19. Ágóði af blómasölunni rennur óskiptur til líknarmála og heitt verður á könnunni alla daga.

Lionsklúbbburinn Æsa hefur styrkt ýmis málefni og fært gjafir á starfsárinu. Þetta er fjórða árið sem Blómamarkaðurinn er í höndum Lionsklúbbsins Æsu en hann var áður í umsjón Systrafélags Ytri-Njarðvíkurkirkju.

Lionsklúbburinn Æsa er kvennaklúbbur stofnaður 1987 og starfaði í tíu ár undir merkjum Lionessuklúbbs Njarðvíkur. Klúbburinn hefur á þessum árum styrkt líknar- og menningarmál, einkum hér í heimabyggð en einnig stutt við verkefni Lions á alþjóðavísu.  

Lions er stærsta alþjóðlega þjónustuhreyfing heims, stofnuð árið 1917. Félagafjöldi er um 1.4 milljónir, klúbbarnir 46.000 talsins í yfir 200 löndum. Lionsfélagarnir í Æsu eru í blómaskapi og verða með falleg og góð blóm á markaðinum. Það er mikill tilhlökkun hjá Æsukonum að taka á móti Suðurnesjamönnum sem eru í blómahugleiðingum með hlýju og kærleik.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs