Mannlíf

Ætlar að halda áfram í Ungmennaráði Reykjanesbæjar
Laugardagur 4. ágúst 2018 kl. 09:00

Ætlar að halda áfram í Ungmennaráði Reykjanesbæjar

 

Hermann Nökkvi Gunnarsson


Aldur: 15

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?

Ég er ekki búinn að plana neitt þessa verslunarmannahelgi en það verður eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni eins og venjulega.

Ertu vanaföst/fastur um verslunarmannahelgina eða breytir þú reglulega til?

Ég er tilturlega vanafastur um verslunarmannahelgina að því leyti að ég fer reglulega á Þjóðhátíð í eyjum og ef ekki þá hlustum við fjölskyldan alltaf á brekkusönginn í útvarpinu og syngjum með.

Hver er eftirminnilegasta verslunarmannahelgin til þessa? Af hverju?
Eftirminnilegasta verslunarmannahelgin er Þjóðhátíð í Eyjum 2011.
 

Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um verslunarmannahelgina?
Það er mjög nauðsynlegt að vera í góðum félagsskap hlusta á brekkusönginn úr Eyjum!

Hvað ertu búin að gera í sumar?
Í sumar er ég búinn að gera margt eins og t.d vinna og chilla. En líklegast er hápunktur sumarsins búnir að vera þeir að ég fór til Bandaríkjanna að kíkja á vin í tvær vikur og það var náttúrulega geggjað enda var nóg að gera þar. Síðan er ég búinn að vera æfa Amerískan fótbolta í allt sumar og við enduðum æfingartímabilið á fyrsta ungmennaleik í Amerískum Fótbolta á Íslandi og af sjálfsögðu vann mitt lið það. Einnig keypti ég mér krossara og það er búið að vera gaman að keyra hann.

Hvað er planið eftir sumarið?

Planið núna eftir sumar er að fara í FS og síðan að halda áfram að vinna fyrir ungmenni í þessum bæ með Ungmennaráði Reykjanesbæjar. Einnig hefur mér verið boðið í samtök sem heita 'Students for liberty á Íslandi' og þar mun ég reyna að einbeita mér að því að læra meira um frjálshyggju og koma á viðburðum undir nafni þeirra samtaka sem snúast um pólitík.