Mannlíf

20 ára sýningarsaga Listasafns Reykjanesbæjar gefin út
Laugardagur 8. janúar 2022 kl. 06:45

20 ára sýningarsaga Listasafns Reykjanesbæjar gefin út

Listasafn Reykjanesbæjar ætlar að gefa út bók um tuttugu ára sýningarsögu safnsins á afmælisárinu 2023. Stefnt er á að gefa út veglega listaverkabók sem á að vera lýsandi fyrir það starf sem unnið hefur verið frá stofnun listasafnsins árið 2003. 

Sýningarstefna Listasafns Reykjanesbæjar árið 2021 snýst um samtímalist, en á þeim átján árum sem nú eru liðin frá stofnun safnsins hafa sýningar verið margbreytilegar og spannað fjölbreytt tímabil í myndlist.