bygg 1170
bygg 1170

Mannlíf

150 metra gjá og 25 metra hraunveggir í Lambafellsgjá á Reykjanesi
Föstudagur 15. maí 2020 kl. 07:25

150 metra gjá og 25 metra hraunveggir í Lambafellsgjá á Reykjanesi

Tækifærin til göngu og útivistar á Reykjanesi eru mörg. Einn af áhugaverðum stöðum sem vert er að heimsækja er Lambafellsklofi sem er misgengisgjá við Höskuldarvelli. Ekið er aðeins lengra en bílastæðið þar sem gengið er á Keili og svo til vinstri. Frá bílastæði við Eldborg er síðan léttur göngutúr að gjánni, 4,5 km fram og til baka. Gjáin sjálf er um 150 metra löng og 25 metra háir lóðréttir hraunveggir þar sem hæðst er. Hjónin Skúli Þ. Skúlason og Inga Lóa Guðmundsdóttir skruppu í sunnudagsgöngutúr og sögðu upplifunina mikla.