Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

„Ósáttur við hversu auðveld mörk þeir skoruðu“
Víðismenn reyna að bægja hættunni frá eigin marki. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 27. júní 2020 kl. 11:47

„Ósáttur við hversu auðveld mörk þeir skoruðu“

sagði Hólmar Örn Rúnarsson eftir 3:0 tap gegn Kórdrengjum á heimavelli

Víðismenn áttu fá svör við leik Kórdrengja sem er spáð öðru sæti í deildinni í sumar. Á sextán mínútna kafla í fyrri hálfleik skoruðu Kórdrengir í þrígang (16’, 20’ og 32’) og gerðu út um leikinn. Víðir mætir KF á Ólafsfirði í dag í 2. umferð 2. deildar í knattspyrnu karla. Blaðamaður Víkurfrétta heyrði í Hólmari eftir síðasta leik.

– Hvað segja menn eftir þessi úrslit?

Þokkalegt, við byrjuðum ágætlega en svo eftir rúmlega korter kemur sextán mínútna kafli þar sem þeir skora þrjú mörk og eftir það var þetta erfitt. Nánast búinn leikur því þeir eru með öflugt lið og ná bara að halda boltanum. Við náum ekki að skapa okkur neitt eftir að lenda svona undir. Ég var ósáttur við hversu auðveld mörk þeir skoruðu, það er eitthvað sem við þurfum að laga. Ef við tökum það jákvæða úr þessu þá héldu menn haus í seinni hálfleik, það er auðvelt að brotna niður eftir svona en menn héldu haus og börðust.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þið mætið KF á Ólafsfirði næst, það kemur væntanlega ekkert annað en sigur til greina þar eða hvað?

Nei, við komum til með að mæta í alla leiki til að vinna. Það er bara svoleiðis.