Íþróttir

Ungur körfuboltakappi úr Njarðvík fer til félags á Spáni
Robert Sean með foreldrum sínum, Berglindi og Brenton og Jóni Arnóri Stefánssyni sem aðstoðaði fjölskylduna í þessu máli.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 8. ágúst 2020 kl. 18:30

Ungur körfuboltakappi úr Njarðvík fer til félags á Spáni

Njarðvíkingurinn Róbert Sean Birmingham mun ganga til liðs við Baskonia á Spáni fyrir næsta tímabil. Brenton Birmingham, faðir hans, greinir frá þessu á Facebook. Robert mun leika með unglingaliði Baskonia.

Róbert er 15 ára gamall oghefur leikið með öllum yngri flokkum Njarðvíkur. Þá fékk hann tækifæri með úrvalsdeildarliði UMFN í Domon's deildinni á síðasta tímabili þegar hann skoraði sín fyrstu stig í efstu deild gegn Fjölni í Njarðtaksgryfjunni. Þá hefur hann leikið með yngri landsliðum Íslands. Brenton, faðir hans, lék lengst af með Njarðvík en einnig með Grindavík. Hann er einn af bestu erlendu leikmönnum sem hafa leikið hér á landi.

Public deli
Public deli

Saski Baskonia leikur bæði í ACB og EuroLeague og er staðsett í Vitoria-Gasteiz á Spáni. Liðið er sem stendur ríkjandi Spánarmeistari, en frá aldamótum hafa þeir í fjögur skipti orðið meistarar.

Robert Sean (lengst til vinstri) eftir leikinn gegn Fjölni í efstu deild í mars 2020.